Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 22. janúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Spennandi leikur á San Siro
Heil umferð fer fram í Seríu A á Ítalíu um helgina en topplið Milan spilar við skemmtilegt lið Atalanta á San Siro.

Benevento og Torino eigast við í eina leik dagsins í deildinni en Torino rak Marco Giampaolo, þjálfara liðsins, á dögunum. Davide Nicola tók við keflinu og verður þetta fyrsti leikur hans sem þjálfari liðsins.

Á morgun spilar Roma við Spezia en nýliðarnir skelltu Roma úr leik í ítalska bikarnum á dögunum. Það verður því hörkuleikur í Róm er liðin eigast við.

Zlatan Ibrahimovic og vinir í Milan mæta Atalanta á meðan Udinese fær Inter í heimsókn. Fiorentina spilar þá við Crotone í lokaleik laugardagsins.

Á sunnudag spilar Juventus við Bologna í fyrsta leik dagsins en Andri Fannar Baldursson er á mála hjá Bologna. Napoli heimsækir Verona og þá eigast Parma og Sampdoria við í síðasta leiknum.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:45 Benevento - Torino

Laugardagur:
14:00 Roma - Spezia
17:00 Milan - Atalanta
17:00 Udinese - Inter
19:45 Fiorentina - Crotone

Sunnudagur:
11:30 Juventus - Bologna
14:00 Genoa - Cagliari
14:00 Verona - Napoli
17:00 Lazio - Sassuolo
19:45 Parma - Sampdoria
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner