Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. janúar 2021 09:09
Magnús Már Einarsson
Raggi upplifði leiða gagnvart landsliðinu
Icelandair
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, sem gekk í vikunni til liðs við Rukh Lviv í Úkraínu segist í viðtali við Morgunblaðið í dag hafa verið kominn með leiða af íslenska landsliðinu eftir HM í Rússlandi árið 2018.

Ragnar tilkynnti að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu eftir HM en ákvað síðan að hætta við að hætta.

„Það kom al­veg tími hjá mér þar sem ég var orðinn þreytt­ur á landsliðinu og ég ákvað þess vegna að kalla þetta gott eft­ir HM 2018. Svo tók Erik Hamrén við liðinu og þá breytt­ist mikið," sagði Raggi við Morgunblaðið í dag.

„Það voru marg­ir sem sann­færðu mig um að rétt væri að halda áfram, bæði leik­menn og starfs­menn inn­an KSÍ, og til að byrja með sneri ég í raun bara aft­ur í liðið fyr­ir þá sem vildu endi­lega að ég héldi áfram."

„Svo allt í einu hvarf þessi leiði og mér fór að líða virki­lega vel í landsliðsum­hverf­inu á nýj­an leik og ég skrifa það að mörgu leyti á Hamrén enda al­gjör­lega frá­bær ná­ungi og þjálf­ari."


Ragnar á 97 landsleiki að baki og er sjö leikjum frá því að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner