PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 22. janúar 2022 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ein af bestu frammistöðum tímabilsins
Mynd: EPA
Josep Guardiola var mjög ánægður með frammistöðu lærisveina sinna í Manchester City eftir 1-1 jafntefli gegn Southampton í dag. Hann telur þetta hafa verið eina af bestu frammistöðum sinna manna á tímabilinu.

Southampton tók forystuna snemma leiks og átti Man City erfitt með að jafna þrátt fyrir nokkur góð færi. Jöfnunarmarkið kom þó loks á 65. mínútu þegar Aymeric Laporte skoraði eftir aukaspyrnu.

„Þetta var ein af okkar allra bestu frammistöðum á tímabilinu. Við vorum óheppnir að fá mark á okkur og úrslitin eru ekki tilvalin en það breytir ekki að frammistaðan var mögnuð," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Þeir voru ótrúlega vel skipulagðir. Við spiluðum betur í dag heldur en við gerðum gegn Arsenal, og það var leikur sem við unnum. Stundum á maður skilið að vinna en nær ekki í stigin.

„Southampton er virkilega gott lið en við vorum einfaldlega stórkostlegir í dag. Vonandi höldum við áfram að spila svona vel út tímabilið.

„Ég skil ekki fólk sem taldi okkur ekki eiga góðan leik í dag. Mín upplifun var akkurat öfug."


Man City er með tólf stiga forystu á Liverpool sem á tvo leiki til góða.

„Ég væri til í að vera með 40 stiga forystu á Liverpool og Chelsea en það er því miður ekki hægt. Ég bjóst ekki við að vera með svona mikla forystu á þessum tímapunkti, við þurfum að halda áfram að gera vel."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner