Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. janúar 2022 09:45
Victor Pálsson
Ísak Andri framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Ísak Andri Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna í efstu deild karla.

Þetta staðfesti Stjarnan á samskiptamiðlum í gær en Ísak skrifar undir samning sem gildir til ársins 2024.

Um er að ræða efnilegan leikmann sem er fæddur árið 2003 og léik með ÍBV á láni í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Ísak hefur tekið þátt í leikjum Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel.

Tilkynning Stjörnunnar:

Kæra Stjörnufólk!

Ísak Andri Sigurgeirsson framlengir! Ísak hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2024. Þetta eru heldur betur gleðitíðindi fyrir félagið og verður einstaklega skemmtilegt að fylgjast með Ísaki og öllum þeim ungu leikmönnum sem við höfum innan okkar raða.

Ísak hefur verið iðinn í síðustu leikjum og gert það af vana sínum að skora eða leggja upp mörk. Í eðlilegu árferði hefðum við hist og skálað á Þorrablóti Stjörnunnar í kvöld, en í staðin skulum við skála fyrir ungu strákunum og Bóndadeginum!

Framtíðin er björt.
Athugasemdir
banner
banner
banner