Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   sun 22. janúar 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Lærisveinar Alonso unnu Gladbach
Leverkusen vann góðan útisigur
Leverkusen vann góðan útisigur
Mynd: EPA
Borussia M. 2 - 3 Bayer
0-1 Mitchel Bakker ('21 )
0-2 Amine Adli ('43 )
0-3 Nadiem Amiri ('67 )
1-3 Lars Stindl ('82 )
2-3 Lars Stindl ('90 )

Xabi Alonso og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen unnu 3-2 sigur á Borussia Monchengladbach í þýsku deildinni í dag.

Leverkusen komst yfir á 21. mínútu. Tékkneski framherjinn Adam Hlozek átti skot sem hafnaði í stöng og var Mitchel Bakker fyrstur að átta sig í teignum og kom boltanum í markið.

Amine Adli bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks áður en Nadiem Amiri gerði þriðja mark Leverkusen um miðjan síðari hálfleikinn.

Gladbach reyndi að koma sér aftur inn í leikinn. Lars Stindl skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur 3-2 Leverkusen í vil. Leverkusen er í 9. sæti með 21 stig en Gladbach sæti ofar með 22 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 10 1 0 41 8 +33 31
2 RB Leipzig 11 8 1 2 22 13 +9 25
3 Leverkusen 11 7 2 2 27 15 +12 23
4 Dortmund 11 6 4 1 19 10 +9 22
5 Stuttgart 11 7 1 3 20 15 +5 22
6 Eintracht Frankfurt 11 6 2 3 27 22 +5 20
7 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
8 Union Berlin 11 4 3 4 14 17 -3 15
9 Werder 11 4 3 4 15 20 -5 15
10 Köln 11 4 2 5 20 19 +1 14
11 Freiburg 11 3 4 4 15 20 -5 13
12 Gladbach 11 3 3 5 16 19 -3 12
13 Augsburg 11 3 1 7 15 24 -9 10
14 Hamburger 11 2 3 6 9 17 -8 9
15 Wolfsburg 11 2 2 7 13 21 -8 8
16 St. Pauli 11 2 1 8 9 21 -12 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 11 1 2 8 8 26 -18 5
Athugasemdir
banner
banner