Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsrúta Man Utd fór með Íslendinga til Liverpool
Rútan tignarlega.
Rútan tignarlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um 30 manna hópur stuðningsmanna Liverpool lenti á flugvellinum í Manchester í dag á leið til Liverpool á leik liðsins gegn West Ham á mánudaginn.

Hópurinn er á vegum Visitor ferðaskrifstofunnar og var skipulögð rúta milli borganna.

Öllum að óvörum mætti lúxus rúta Manchester United með bílstjóra liðsins og ferjaði hópinn á milli borganna.

Rútan fer svo á Carrington-æfingasvæðið og fer með leikmenn Manchester United á Lowry-hótelið síðar í dag. Leikmenn koma þar saman fyrir leiki.

Á morgun skutlar sama rúta svo liðinu af hótelinu og á Old Trafford þar sem United á leik gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner