banner
   mán 22. febrúar 2021 12:40
Fótbolti.net
Sjónvarpsrétturinn á íslenska boltanum gæti verið seldur með öðrum hætti
Núgildandi samningur við Stöð 2 Sport rennur út eftir komandi tímabil.
Núgildandi samningur við Stöð 2 Sport rennur út eftir komandi tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stöndum frammi fyrir okkar langstærsta verkefni til þessa, sem er salan á sjónvarpsrétti," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Núgildandi sjónvarpssamningur við Sýn, Stöð 2 Sport, á íslenska fótboltanum rennur út eftir þetta ár. Hafnar eru viðræður við aðila um næsta samning.

Sýn vill halda íslenska boltanum hjá sér en Birgir segir að fleiri aðilar hafi áhuga. Stefnan sé sú að ganga frá málum fyrir 1. júní í sumar.

„Við höfum verið að kortleggja markaðinn og sjá hvaða aðilar þetta eru sem hafa áhuga á íslenska boltanum. Þreifa fyrir okkur hvað við viljum gera. Við viljum brjóta upp þessa pakka. Samningurinn í dag var seldur fyrir sex árum síðan og þar var allt í einum pakka."

Birgir segir að rætt hafi verið um möguleika á því að ÍTF sjái um að leikirnir séu framleiddir eins og er til dæmis í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er líka möguleiki á því að selja 'highligths' pakka sér, mánudagsleiki eitthvað annað. Það er hægt að brjóta þetta þannig niður þegar þetta er sett í útboð. BBC er með sinn markaþátt og Sky sinn. Ég er ekki endilega að segja að það verði gert hér," segir Birgir.

Auk sjónvarpsréttinda verða einnig seld réttindi fyrir veðmálasíður að sýna leikina beint hjá sér og einnig verður skoðað að selja rétt á að sýna frá íslenska boltanum í snjallsíma að sögn Birgis.

„Við höfum verið með mann sem aðstoðar okkur, hann hefur gríðarlega reynslu á báðum endum. Bæði af því að selja og kaupa réttinn. Ingólfur Hannesson. Hann hefur verið að kortleggja þetta með okkur og ég veit ekki um annan aðila sem býr yfir eins mikilli þekkingu á þessu viðfangsefni," segir Birgir.
Fótboltapólitíkin með Birgi framkvæmdastjóra ÍTF
Athugasemdir
banner
banner
banner