Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðinn ánægður með viðbrögð leikmanna - „Enginn ánægður með fyrri hálfleikinn“
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var virkilega ánægður með viðbrögð liðsfélaga sína er liðið vann 4-1 sigur á Luton á Anfield í gær, en það var hann sem steig upp til að hjálpa liðinu að finna sjálfstraustið.

Liverpool var í basli í fyrri hálfleiknum. Það nýtti ekki færi sín og var ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins ekki nægilega góð.

Luton skoraði á 12. mínútu og dugði það gestunum inn í hálfleikinn en Van Dijk steig upp snemma í síðari hálfleiknum og jafnaði metin. Það kom Liverpool af stað og skoraði liðið þrjú mörk til viðbótar áður en flautan gall.

„Mjög ánægður. Mér fannst við fá fullt af tækifærum í fyrri hálfleiknum en við nýttum þau ekki. Þetta var mjög viðburðaríkur leikur.“

„Ég reyni auðvitað að vera mikilvægur í föstum leikatriðum og ekki bara varnarlega heldur líka sóknarlega. Það var nokkrum sinnum þar sem ég var frír en boltinn kom ekki. En já þetta var gott jöfnunarmark.“

„Enginn var ánægður með fyrri hálfleikinn. Við vorum að flýta okkur á síðasta þriðjungnum og fundum ekki réttu sendingarnar og því er eðlilegt að menn verða svolítið órólegir fram á við þegar þú ert ekki að taka réttar ákvarðanir.“

„Viðbrögðin voru stórkostleg og eitthvað sem við þurfum í rest tímabilsins. Þetta var stór sigur í dag. Ég reyni að stíga upp frá fyrstu sekúndu og lykillinn var að halda ró. Luton er gott lið sem spilar fótbolta með því að taka áhættur og þegar við unnum boltann þá þurftum við að refsa þeim. Í heildina var þetta frábært kvöld og núna er öll einbeiting komin á helgina.“

„Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa fram veginn og þeim liðum sem við mætum en þessi sigur var af mörgum ástæðum bæði mikilvægur og erfiður. Ég held að það hafi ekki verið nein meiðsli og nú getum við einbeitt okkur að úrslitaleiknum,“
sagði Van DIjk.
Athugasemdir
banner
banner
banner