Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   fim 22. febrúar 2024 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin æfir með KR en mun ekki semja þar
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gary Martin hefur undanfarið æft með KR en það var Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, sem greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net, þá fékk Gary leyfi til að æfa með KR á meðan hann leitar sér að nýju félagi.

Það eru hins vegar engar líkur á því að Gary muni spila með KR í sumar þar sem félagið er ekki að leita að leikmanni í hans stöðu. KR er bara að hjálpa leikmanni sem gerði vel fyrir félagið á árum áður.

Svo virðist sem Englendingurinn verði ekki áfram í herbúðum Selfoss á næstu leiktíð en liðið féll niður í 2. deild síðasta sumar. Gary hefur leikið með Selfossi frá 2021 og gert fína hluti þar.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2010 og sló í gegn með ÍA. Þaðan fór hann í KR þar sem hann var virkilega góður. Hann hefur einnig leikið með Víkingi, Val og ÍBV hér á landi.

Það verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hins 33 ára gamla Gary Martin verður.


Athugasemdir
banner
banner