Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynband: Mason Greenwood skoraði fallegt mark á laugardaginn
Fer hann að fá fleiri tækifæri hjá Solskjær?
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood skoraði mjög gott mark fyrir U-18 ára lið Manchester United á laugardaginn.

Man Utd vann þá lið Derby 2-1. Man Utd situr í þriðja sæti riðilsins í norður hluta U18 ára deildarinnar. Derby er í efsta sæti, þremur stigum fyrir ofan Liverpool sem á leik til góða.

Mason Greenwood er sautján ára og verður átján í október. Greenwood gerði bæði mörk United í leiknum. Það var seinna markið sem einkar laglegt. Greenwood henti í nokkur skæri áður en hann skoraði með góðu skoti í fjærhornið.

Greenwood spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Man Utd þegar hann kom inn á í 2-0 tapi gegn Arsenal. Greenwood hefur spilað 28 leiki fyrir yngri lið Man Utd á tímabilinu, U18, U19 og U23. Í þeim hefur hann skorað 29 mörk og lagt upp tólf til viðbótar.

Marcus Rashford og Romelu Lukaku hafa ekki verið að skora mikið fyrir aðallið United að undanförnu svo spurning er hvort að Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, taki Greenwood meira inn í aðalliðið og gefi honum fleiri tækifæri.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner