Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 22. apríl 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ed Woodward hættir útaf Ofurdeildinni
Ed Woodward, varaformaður Manchester United, tilkynnti í vikunni að hann myndi yfirgefa félagið í lok árs eftir rúmlega 15 ár hjá félaginu. Woodward kom inn í félagið þegar Glazer fjölskyldan tók yfir 2005.

BBC greinir frá því að Woodward hafi ákveðið að hætta hjá Man Utd útaf Ofurdeildinni. Woodward tók þessa ákvörðun í vetur þar sem hann vildi ekki sjá Rauðu djöflana taka þátt í keppninni.

Brottför Woodward átti ekki að tilkynna fyrr en áform um Ofurdeildina yrðu gerð opinber. Áformin voru loks gerð opinber á dögunum eftir að upplýsingunum var lekið í fjölmiðla. Hugmyndin um Ofurdeild virðist vera steindauð í dag þar sem níu af tólf stofnfélögunum hafa dregið sig til baka.

Woodward hefur verið mikilvægur í stjórnunarteymi Man Utd undanfarinn áratug en hann er þó ekki sérlega dáður af stórum hluta stuðningsmanna.

Sjá einnig:
Woodward stígur frá undir loks árs (Staðfest)
Athugasemdir
banner