Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill Díaz - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Powerade
Luis Díaz.
Luis Díaz.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Díaz, Ramsdale, Grealish, Araujo, Mendy, Maatsen, Ait-Nouri. Hressandi helgi að baki og nú er komið að slúðrinu í boði Powerade.

Barcelona hefur áhuga á kólumbíska framherjanum Luis Díaz (27) hjá Liverpool. (Sport)

Úlfarnir eru að skoða markverði ef Portúgalinn Jose Sa (28) yfirgefur félagið í sumar. Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale (25) hjá Arsenal, írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher (25) hjá Liverpool og enski markvörðurinn Anthony Patterson (23) hjá Sunderland eru undir smásjánni. (Sun)

Manchester City er tilbúið að hlusta á tilboð í enska miðjumanninn Jack Grealish (28) í sumar. (Football Insider)

Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í úrúgvæska varnarmanninn Ronald Araujo (25) í sumar en Manchester United hefur áhuga. (Sport)

Crystal Palace gæti blandað sér í baráttuna um Raphael Onyedika (23), nígerískan miðjumann Club Brugge. (Sun)

Arsenal, Liverpool og Manchester United eru meðal félaga sem hafa áhuga á að fá franska varnarmanninn Ferland Mendy (28) frá Real Madrid. (L'Equipe)

Borussia Dortmund þarf að borga 35 milljónir punda ef félagið vill breyta láni hollenska varnarmannsins Ian Maatsen (22) frá Chelsea í varanlegan samning. (Mirror)

Sir Jim Ratcliffe, eigandi Manchester United, hafði samband við Thomas Tuchel, stjóra Bayern Munchen, til að athuga hvort hann væri tilbúinn að taka við ef United lætur Erik ten Hag fara. (Georg Holzner)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á að fá Samu Omorodion (29), spænskan framherja Atletico Madrid sem er á láni hjá Alavaes. (AS)

Manchester City ætlar að veita Arsenal og Liverpool samkeppni um Rayan Ait-Nouri (22), vinstri bakvörð Wolves. (Mirror)

Arsenal þarf að borga 51 milljón punda ef félagið vill fá serbneska framherjann Dusan Vlahovic (24) frá Juventus í sumar. (Tuttosport)

Manchester United og Newcastle gætu reynt við franska miðjumanninn Adrien Rabiot (29) ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við Juventus í sumar. (Calciomercato)

Leeds mun líklega samþykkja tilboð nálægt 30 milljónum punda í ítalska kantmanninn Wilfried Gnonto (20) sem er eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum. (Football Insider)

Newcastle ætlar að bjóða 25 milljónir punda í varnarmann Juventus, Dean Huijsen (19), sem er á láni hjá Roma. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner