Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Býst við að Sane verði áfram hjá City
Leroy Sane fagnar.
Leroy Sane fagnar.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, telur að liðsfélagi sinn Leroy Sane muni ekki fara neitt í sumar.

Sane, sem hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði City, hefur verið orðaður við Þýskalandsmeistara Bayern München.

Gundogan segir að City vilji halda þessum 23 ára leikmanni.

„Maður er orðinn vanur því að um leið og einhver í liðinu spilar ekki alla leiki þá fara af stað kjaftasögur. Þjálfarinn okkar hefur sagt að hann vilji halda Leroy," segir Gundogan.

Það verða nokkrar breytingar á leikmannahópi City í sumar. Vincent Kompany hefur verið ráðinn spilandi stjóri Anderlecht og annar miðvörður, Nicolas Otamendi, er einnig sagður á förum,

Þá er framtíð Fabian Delph og Gabriel Jesus í umræðunni og einnig hefur verið talað um að Gundogan gæti farið.

Gundogan segist þó tilbúinn að ræða við City um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner