Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 22. maí 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sky: Man Utd, Everton og West Ham boðið að fá Strootman á láni
Kevin Strootman.
Kevin Strootman.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greindi frá því nú í kvöld að franska félagið Marseille hafi boðið þremur enskum félögum að fá Kevin Strootman á láni.

Félögin þrjú sem um ræðir eru Manchester United, Everton og West Ham. Marseille keypti Kevin Strootman frá Roma síðasta sumar á 23 milljónir punda.

Tímabilið hjá Marseille olli vonbrigðum og liðið á ekki möguleika á að ná Evrópusæti þegar einn leikur er eftir í frönsku úrvalsdeildinni, fyrst að liðið náði ekki Evrópusæti þarf félagið nú að minnka launakostnaðinn og það er líklega ástæðan fyrir því að þeir eru tilbúnir til að lána Strootman.

Þessi 29 ára gamli Hollendingur á að baki 42 landsleiki fyrir þjóð sína, hann var mikið orðaður við Manchester United bæði þegar David Moyes og Luis van Gaal stýrðu liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner