Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. maí 2020 14:30
Miðjan
Hundfúll eftir ómanneskjulega tæklingu Þorvalds Örlygssonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janus Guðlaugsson er gestur Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni í þessari viku. Janus ræðir þar ljóta tæklingu frá Þorvaldi Örlygssyni í leik með Fram gegn KA árið 1987.

„Það var eins og að fá hnífstungu í bakið. Ég var tæklaður aftan frá og fór illa í ökklanum. Ég brotnaði ekki en var lengi frá," sagði Janus í Miðjunni.

„Ég var hundfúll þíví að þetta var ómanneskjulegt á þessum tíma fannst mér. Það var eingöngu verið að æskja á fótinn á mér því boltinn ar í skjóli við fæturnar."

„Ég átti engan möguleika á að hoppa upp úr þessu því ég sá þetta ekki. Ég var hundfúll út í dómarann sem dæmdi ekkert. Þetta er líf íþróttamannsins og maður verður bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti."


Janus lét í sér heyra í fjölmiðlum eftir tæklinguna en hann segir að Þorvaldur hafi ekki rætt við hann um atvikið.

„Ég heyrði ekki í honum en ég heyrði í bróður hans (Ormari) af því að ég spilaði með honum. Það var illa að mér vegið fannst mér en ég kann Þorvaldi alls gott og óska honum velfarnaðar. Það er svo langt síðan að við erum ekki að erfa þetta," sagði Janus.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner