Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 22. maí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Neville vill að félög í úrvalsdeild bjargi félögum í neðri deildunum
Gary Neville, sérfræðingur Sky, vill að félög í ensku úrvalsdeildinni bjargi félögum í neðri deildunum sem eiga í fjárhagsvandamálum vegna kórónaveirunnar.

„Mér skilst að félögin séu í lagi til 30. júní. Aðalvandamálið er að félögin treysta á ársmiðasölu fyrir næsta tímabil. Aðalvandamálið verður í júlí, ágúst og september ef kórónaveirufaraldurinn heldur áfram," sagði Neville.

„Félögin verða í vandræðum á þeim tímapunkti. Ég tel að þetta sé ekki krísa í dag en það gæti orðið það eftir nokkra mánuði."

„Ég hef alltaf kallað eftir því að enska úrvalsdeildin leysi úr vandamálum í neðri deildunum. Ég vil ekki að ríkisstjórnin geri það. Ég tel að það sé ekki ábyrgð ríkisstjórnarinnar að bjarga fótboltafélögum. Ríkisstjórnin er með stærri vandamál í geirum þar sem milljónir starfa er í hættu."

„Ef að enska úrvalsdeildin ætlar ekki að gera neitt og ríkisstjórnin er til í að veita félögum lán þá myndi ég styðja það hiklaust. Ef það er eina lausnin þá tek ég því af því ég vil ekki sjá félög verða gjaldþrota."

Athugasemdir
banner