Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mið 22. maí 2024 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnþór Ari: Með sterk­an haus og háls og náði að stýra boltanum inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason skoraði í gærkvöldi skrítnasta mark sumarsins þegar hann jafnaði leik HK og Vals í 1-1. Frederik Schram, markvörður Vals, var að hreinsa boltann í burtu en fyrir hann fór sú tilraun það illa að boltinn endaði beint á höfðinu á Arnþóri Ara sem náði einhvern veignn að stýra boltanum í netið

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

Arnþór ræddi við mbl.is eftir leikinn og var spurður út í markið.

„Ég mun senni­lega aldrei gera það aft­ur (að skora með skalla af 20 metra færi). Ég stýrði hon­um þokka­lega. Ég var að reyna að vera fyr­ir og fá hann í mig en ég var með sterk­an haus og háls og náði að stýra bolt­an­um inn," sagði Arnþór við mbl.is.

Þetta var þriðja mark Arnþórs í sumar, hefur skorað mörkin þrjú í síðustu þremur leikjum. Valur náði að komast aftur yfir fyrir leikslok og urðu lokatölur í gær 1-2 fyrir gestina í Kórnum.

Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var spurður út í markið í viðtali eftir leik og má heyra hans svör í spilaranum neðst. Þá var umferðin í heild gerð upp í Innkastinu og var að sjálfsögðu rætt um mark Arnþórs í þættinum. Þáttinn má nálgast hér að neðan.


„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner