Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn á ferlinum - „Verður erfitt fyrir mig"
Lengjudeildin
Hóf og lauk leikmannaferlinum hjá ÍBV.
Hóf og lauk leikmannaferlinum hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar upptekinn á hliðarlínunni.
Gunnar Heiðar upptekinn á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardag klukkan 16:00 tekur Njarðvík á móti ÍBV á Rafholtsvelinum í Legjudeild karla. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, mætir þá uppeldisfélaginu sínu í fyrsta sinn á ferlinum.

„Það verkefni leggst frábærlega í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til að fá vini mína í Eyjum til mín. Það verða alls konar tilfinningar í gangi, en þetta er bara einn leikur af þeim sem við þurfum að taka í þesari deild."

„Vonandi verður sól og blíða og algjört partý eftir leik."

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera hinu megin á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið, hef aldrei gert það á ævinni."

„Ég hef aðeins hugsað um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta. Þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það,"
sagði Gunanr Heiðar við Fótbolta.net eftir sigur gegn Þrótti um helgina.

Njarðvík er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og situr liðið eitt á toppi deildarinnar.

ÍBV er með fjögur stig úr sínum þremur leikjum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, tjáði sig um komandi leik í viðtali eftir jafntefli gegn Þór á mánudag.

„Mér líst mjög vel á það verkefni, eins og allt annað. Við hlökkum bara til, það skemmtilegasta er að spila leikina. Þeir hafa byrjað gríðarlega vel og eru með hörkulið. Við höfum nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir þann leik og við mætum alveg 100% klárir í þann slag," sagði Hemmi.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
2.    Njarðvík 7 5 1 1 16 - 6 +10 16
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 7 2 4 1 11 - 12 -1 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner