lau 22. júní 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind meidd - Stórleikur við Val á næsta leyti
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, mun missa af næsta leik liðsins vegna meiðsla. Það er Morgunblaðið sem segir frá þessu.

Hún meiddist í seinni vináttulandsleik Íslands gegn Finnlandi ytra síðastliðinn mánudag. Ísland vann leikinn 2-0 og var Berglind í byrjunarliðinu. Hún fór út af stuttu fyrir leikhlé.

Meiðslin sem eru að hrjá Berglindi eru í mjöðm, en ekki er ljóst hversu alvarleg þau eru. Að minnsta kosti er það ljóst að hún spilar ekki næsta leik gegn HK/Víkingi á mánudag.

Breiðablik er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari kvenna. Liðið er með fullt hús stiga eftir sex leiki í Pepsi Max-deildinni, eins og Valur. Breiðablik og Valur mætast 3. júlí næstkomandi. Blikar munu vona að Berglind verði klár í slaginn þá.

Berglind er með fjögur mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í fyrra skoraði hún 19 mörk í 18 leikjum í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner