Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 22. júní 2019 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt velur Ítalíumeistara Juventus
Matthijs de Ligt, varnarmaður Ajax, hefur valið að ganga í raðir Juventus í sumar. Þetta segir Sky á Ítalíu og einnig greinir hollenski fjölmiðillinn De Telegraaf frá því að De Ligt sé nálægt því að ganga í raðir Juventus.

Sagan um það hvert De Ligt er að fara hefur verið stærsta saga sumarsins hingað til. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og Paris Saint-Germain og einnig var hann mikið orðaður við Manchester United á einum tímapunkti.

Þessi 19 ára gamli miðvörður var fyrirliði Ajax á síðasta tímabili er liðið vann hollensku tvennuna og var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sagt er að hann muni kosta Juventus 62 milljónir punda.

Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina átta ár í röð og markmiðið hjá liðinu fyrir næstu leiktíð verður að vinna Meistaradeildina líka. Maurizio Sarri var á dögunum ráðinn nýr stjóri liðsins.

Eftir úrslitaleik Þjóðadeildarinnar fyrr í þessum mánuði bað Cristiano Ronaldo hollenska varnarmanninn að koma til Juventus.



Athugasemdir
banner