Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júní 2021 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Búinn að tjá liðsfélögunum að hann sé á leið til PSG
Sergio Ramos á leið til Frakklands?
Sergio Ramos á leið til Frakklands?
Mynd: EPA
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, yfirgefur félagið um mánaðarmótin eftir að hafa eytt síðustu sextán árum sínum þar en hann er nú á leið til Paris Saint-Germain samkvæmt spænsku útvarpsstöðinniCOPE.

Ramos er 35 ára gamall og var meira en tilbúinn í að framlengja við Madrídinga en honum kom þó ekki saman við félagið um lengd samningsins.

Hann vildi þriggja ára samning, eitthvað sem Real Madrid hafnaði og því ákvað Ramos að leita annað. Það var tilkynnt á dögunum að hann myndi ekki framlengja samning sinn.

Manchester United, Paris Saint-Germain og Sevilla eru öll á eftir kappanum en hann virðist vera á leið til PSG samkvæmt heimildum COPE.

Ramos hefur greint liðsfélögum sínum hjá Madrídarliðinu að hann sé á leið til PSG.

Það yrði mikill fengur fyrir PSG en félagið er einnig í leit af miðjumanni og framherja. Harry Kane og Paul Pogba hafa verið orðaðir við félagið síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner