Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 22. júní 2021 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chilwell og Mount þurfa að vera í einangrun í viku - „Algjör brandari"
Mount í leiknum gegn Skotum.
Mount í leiknum gegn Skotum.
Mynd: EPA
Greint var frá því í gær að Ben Chilwell og Mason Mount, leikmenn enska landsliðsins, þyrftu að einangra sig frá öðrum leikmönnum enska landsliðsins eftir að hafa verið í mikilli nánd við Billy Gilmour eftir leik Englands og Skotlands á föstudag.

Gilmour, sem er skoskur landsliðsmaður, greindist með covid í gærmorgun.

Allir leikmenn enska landsliðsins fóru í skimun í gær og reyndust allar niðurstöður neikvæðar. Þrátt fyrir það voru Chilwell og Mount sendir í einangrun.

Í morgun var svo greint frá því að leikmennirnir yrðu í viku í einangrun og myndu því losna úr einangrun næsta mánudag. Leikmennirnir missa því af lokaleik Englands í riðlakeppninni, gegn Tékklandi í kvöld.

England mun leika í 16-liða úrslitum annað hvort næsta mánudag eða þriðjudag. Það ræðst á lokastöðu liðsins í riðlinum. Endi liðið í 2. sæti riðilsins þá leikur liðið gegn 2. sæti riðils E á mánudagskvöld.

Sparkspekingurinn Gary Neville hefur sagt sína skoðun og segir hann það algjöran brandara að leikmennirnir þurfi að vera í viku í einangrun.


Athugasemdir
banner
banner
banner