Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. júní 2022 10:27
Elvar Geir Magnússon
Haller fer til Dortmund
Sebastian Haller í leik með Fílabeinsströndinni.
Sebastian Haller í leik með Fílabeinsströndinni.
Mynd: EPA
Sebastian Haller, fyrrum sóknarmaður West Ham, er á leið frá Ajax til Borussia Dortmund fyrir 35 milljónir evra.

Haller fann sig ekki hjá West Ham og var seldur til Ajax fyrir átján mánuðum. Í Hollandi fór þessi 28 ára sóknarmaður með himinskautum.

Hann vann Hollandsmeistaratitilinn tvö ár í röð undir stjórn Erik Ten Hag.

Haller skoraði fjögur mörk gegn Sporting Lissabon í sínum fyrsta Meistaradeildarleik og varð síðan fyrsti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð.

Hjá Dortmund á Haller að koma í staðinn fyrir Erling Haaland sem seldur var til til Manchester City fyrir 51,2 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner