mið 22. júní 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kveður Alfreð með tárin í augunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Greint var frá því fyrir viku síðan að Alfreð Finnbogason yrði ekki áfram hjá Augsburg. Samningur hans við félagið rennur út um mánaðarmótin og ákvað stjórn félagsins að framlengja ekki samninginn við Alfreð sem hafði verið í sex og hálft ár hjá félaginu.

Þýski miðillinn Rosenau-Gazette fjallar um Augsburg og í dag var skrifuð kveðjugrein um Alfreð og Jan Moravek.

Í grein RoGaz er skrifað sé skiljanlegt að ekki samningurinn við Alfreð hafi ekki verið endurnýjaður. Alfreð hefur á síðustu þremur tímabilum misst út 45 leiki og verið frá vegna meiðsla í 391 dag. Alfreð er orðinn 33 ára gamall og í covid-faraldrinum hafi félagið viljað vera með stærri leikmannahóp en áður. Núna sé tími til að skera aðeins niður og yngja upp hópinn.

Höfundur greinarinnar kveður hins vegar Alfreð með tárin í augunum.

„Þrátt fyrir að það sé skiljanlegt að hann sé farinn er mjög sorglegt að ímynda sér Augsburg án Alfreðs. Alfreð var hér í sex og hálft ár og það er sárt að kveðja."

„Alfreð var mjög mikilvægur hlekkur í Augsburg, bæði inná vellinum og utan hans. Hann var orðinn varafyrirliði og yfirvegun hans í öllum hans aðgerðum var sýnileg. Það kom mér á óvart þegar hann var fenginn til félagsins árið 2016 en sýndi það í fyrstu fjórtán leikjunum að kaupin áttu rétt á sér. Hann skoraði sjö mörk og lagði up þrjú. Stuðningsmenn Augsburg vildu halda Alfreð."


Greinina má nálgast hér

Sjá einnig:
Alfreð Finnbogason á leið í viðræður við Hammarby
Athugasemdir
banner
banner
banner