Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Haukar endurheimtu toppsætið með stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Haukar eru komnir á toppinn í 2. deild kvenna eftir stórsigur gegn Vestra í gærkvöldi.

Haukar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu átta mörk í stórsigri, þar sem Rakel Lilja Hjaltadóttir og Berghildur Björt Egilsdóttir voru atkvæðamestar með sitthvora tvennuna.

Glódís María Gunnarsdóttir, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, Aníta Kristín Árnadóttir og Ana Catarina komust einnig á blað í risasigrinum. Taplausir Haukar eru með 19 stig eftir 7 umferðir á toppi 2. deildar, einu stigi fyrir ofan Völsung sem er með fullt hús stiga og leik til góða.

Vestri er áfram meðal botnliðanna, með eitt stig og markatöluna 3-30.

Á sama tíma spilaði KH við Smára og skoraði Tinna Guðjónsdóttir á 31. mínútu.

Mark Tinnu reyndist eina mark leiksins og eru stigin dýrmæt fyrir KH, sem er í þriðja sæti - þremur stigum á eftir toppliði Hauka.

KH vann aðeins 1-0 þó að Smári sé meðal neðstu liða deildarinnar, aðeins með eitt stig.

Haukar 8 - 0 Vestri
1-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('1 )
2-0 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('8 )
3-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('14 )
4-0 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('17 )
5-0 Aníta Kristín Árnadóttir ('44 )
6-0 Ana Catarina Da Costa Bral ('73 )
7-0 Berghildur Björt Egilsdóttir ('76 )
8-0 Berghildur Björt Egilsdóttir ('82 )

KH 1 - 0 Smári
1-0 Tinna Guðjónsdóttir ('31 )
Athugasemdir
banner