West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   lau 22. júní 2024 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético að ganga frá kaupum á Le Normand
Mynd: EPA
Spænska félagið Atlético Madrid er að ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Robin Le Normand sem hefur gert flotta hluti á upphafi Evrópumótsins.

Le Normand er 27 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í varnarlínu Real Sociedad síðustu fimm ár, en nú á hann aðeins tvö ár eftir af samningi við félagið.

Atlético er búið að semja við Le Normand um kaup og kjör en á eftir að ná samkomulagi við Real Sociedad um kaupverð.

Sociedad vill fá um 50 milljónir evra fyrir miðvörðinn sinn, sem á tvö ár eftir af samningi.

Le Normand hefur áhuga á að skipta yfir til Atlético en ætlar ekki að fara fram á sölu frá Real Sociedad ef félögin komast ekki að samkomulagi um kaupverð.
Athugasemdir
banner
banner
banner