Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 22. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Villa reynir að fá Felix
Guardian fullyrðir að Aston Villa sé að vinna í að reyna að fá portúgalska landsliðsmanninn Joao Felix, eftir að hafa samþykkt 60 milljóna punda tilboð frá Al-Ittihad í Moussa Diaby.

Unai Emery stjóri Villa vill fá Felix í sinn leikmannahóp en Villa verður í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

Benfica vill einnig fá Felix til baka en félagið seldi hann fyrir metfé til Atletico Madrid 2019.

Felix var á láni hjá Barcelona á síðasta tímabili og skoraði tíu mörk.

Hann hefur engan áhuga á að snúa aftur til æfinga hjá Atletico og félagið er ekki með hann í plönum sínum þó hann sé samningsbundinn til 2027.
Athugasemdir
banner
banner