Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. ágúst 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Gæti sett Butland á bekkinn - Hefur áhyggjur af hugarfarinu
Jack Butland.
Jack Butland.
Mynd: Getty Images
Nathan Jones, stjóri Stoke, er að íhuga að taka markvörðinn Jack Butland úr enska landsliðinu eftir tvö dýrkeypt mistök í 3-1 tapi gegn Preston í vikunni.

Butland hefur verið viðloðandi enska landsliðið og hann hefur áhuga á að fara í félag utan Englands til að spila í betri deild en Championship deildinni og auka um leið möguleika á landsliðssæti fyrir EM næsta sumar.

Enskir fjölmiðlar sögðu í vikunni að Butland verði ekki í næsta landsliðshóp og Jones telur að þetta sé allt saman að trufla markvörðinn.

„Við vorum að ferðast í leikinn í rútu þegar það kemur stórfrétt út um að Jack sé ekki í enska landsliðshópnum. Þetta er allt saman óþægilegt," sagði Jones.

„Kannski þarf ég að taka hann úr skotlínunni og bíða eftir að glugginn lokist til að hann sé einbeittur því að allar fréttir snúast um það hvað er í gangi hjá Jack en ekki um það að hann sé markvörður Stoke City."
Athugasemdir
banner
banner
banner