Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grímsi tekur allavega ár til viðbótar með KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er nú ljóst að Hallgrímur Mar Steingrímsson tekur allavega eitt ár til viðbótar með KA.

KA og Grímsi skrifuðu undir tveggja ára samning sumarið 2023 en samningurinn innihélt ákvæði um þriðja árið sem hefur nú verið virkjað.

„Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Grímsi verið einn besti leikmaður KA í sumar sem og undanfarin ár en Grímsi hefur heldur betur skrifað sögu knattspyrnudeildar KA upp á nýtt," segir í tilkynningu KA.

Grímsi er uppalinn hjá Völsung á Húsavík en kom átján ára til liðs við KA fyrir sumarið 2009. Síðan þá hefur hann verið algjör lykilmaður í liði KA og í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan liðsins síðan þá er liðið fór úr því að leika í næstefstu deild í að festa sig í sessi Bestu deildarinnar, verða bikarmeistari og leika í Evrópu.

Grímsi er í dag leikjahæsti leikmaður í sögu KA með 370 leiki í deild, bikar, evrópu og meistarakeppni KSÍ en hann er einnig leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 201 leik. Ekki nóg með það að þá er Grímsi einnig markahæsti leikmaðurinn í sögu KA með 118 mörk sem og markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 68 mörk. Enn eitt metið setti hann á dögunum er hann varð markahæsti leikmaður KA í Evrópukeppni en hann hefur nú gert fjögur mörk í átta Evrópuleikjum, en enginn hefur leikið fleiri Evrópuleiki fyrir KA.
Athugasemdir
banner