Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja 35 milljónir fyrir Rabiot og Rowe
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska félagið Marseille er tilbúið til að selja Adrien Rabiot og Jonathan Rowe í sumar.

Rabiot var algjör lykilmaður og kom að 16 mörkum í 31 leik á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi miðjumaður gerði þó aðeins tveggja ára samning við félagið þegar hann kom í fyrra. Hann á því eitt ár eftir og vill Marseille fá 15 milljónir evra til að selja hann í sumar.

Mörg félagslið hafa áhuga á Rabiot sem er 30 ára gamall og með 53 landsleiki að baki fyrir Frakkland. Hann getur því valið um næsta áfangastað en óljóst er hvort hann muni fara í sumar fyrir 15 milljónir eða næsta sumar á frjálsri sölu.

Marseille vill svo fá 20 milljónir fyrir kantmanninn Rowe sem kom að 7 mörkum í 30 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er með fjögur ár eftir af samningi eftir að hafa verið keyptur úr röðum Norwich í fyrrasumar. Hann kostaði 15 milljónir í fyrra.

Bologna er í viðræðum við Marseille um kaup á Rowe sem arftaka fyrir Dan Ndoye, sem var seldur til Nottingham Forest í sumar. Félögin eru nálægt því að finna samkomulag.

Rowe er 22 ára gamall og vann EM U21 árs landsliða í sumar með Englandi.

Þeir voru báðir í byrjunarliði Marseille í 1-0 tapi gegn Rennes í fyrstu umferð á nýju deildartímabili í Frakklandi.
Athugasemdir