Síðustu leikjum kvöldsins er lokið bæði í forkeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar.
Í Sambandsdeildinni tók Crystal Palace á móti Fredrikstad frá Noregi og skóp nauman 1-0 sigur. Jean-Philippe Mateta skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.
Palace lá í sókn en gestirnir frá Fredrikstad vörðust vel og tókst að halda aftur að ensku bikarmeisturunum. Fredrikstad er því enn á lífi fyrir seinni leikinn sem fer fram í Noregi.
Marc Guéhi bar fyrirliðaband Palace þó hann sé mögulega á leið til Liverpool, en Eberechi Eze var ekki í hóp vegna yfirvofandi félagaskipta sinna til Arsenal.
Sigurlið einvígisins tryggir sér þátttöku í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í haust.
Írsku liðin Shelbourne og Shamrock Rovers unnu sína leiki og gætu komist í deildarkeppnina, rétt eins og Legia Varsjá og Rakow frá Póllandi sem sigruðu einnig og eru í góðri stöðu fyrir seinni leikina.
Í Evrópudeildinni gerði Aberdeen jafntefli við Steaua Bucharest er liðin mættust í Skotlandi á meðan Rijeka lagði PAOK naumlega að velli í Króatíu og Braga vann auðveldlega gegn Lincoln Red Imps.
Crystal Palace 1 - 0 Fredrikstad
1-0 Jean-Philippe Mateta ('54)
Shelbourne 3 - 1 Linfield FC
0-0 Mipo Odubeko ('42 , Misnotað víti)
1-0 Harry Wood ('45 , víti)
2-0 Mipo Odubeko ('46 )
2-1 Kieran Offord ('53 )
2-1 Kieran Offord ('63 , Misnotað víti)
3-1 Evan Caffrey ('78 )
Rautt spjald: Matthew Fitzpatrick, Linfield FC ('20)
Hibernian 1 - 2 Legia
0-1 Jean-Pierre Nsame ('35 , víti)
0-2 Pawel Wszolek ('45 )
1-2 Josh Mulligan ('87 )
Rakow 1 - 0 Arda Kardzhali
1-0 Tomasz Pienko ('28 )
Santa Clara 1 - 2 Shamrock
1-0 Lopes Vinicius ('20 )
1-1 Danny Grant ('43 )
1-2 Daniel Mandroiu ('66 )
Aberdeen 2 - 2 Steaua
0-1 Daniel Birligea ('32 )
0-2 Darius Olaru ('47 )
1-2 Dante Polvara ('61 )
2-2 Ester Sokler ('89 )
Rautt spjald: Juri Cisotti, Steaua (Romania) ('39)
Rijeka 1 - 0 PAOK
1-0 Luka Menalo ('39 )
Lincoln 0 - 4 Braga
0-1 Victor Gomez ('34 )
0-2 Rodrigo Zalazar ('39 )
0-3 Rodrigo Zalazar ('80 )
0-4 Pau Victor ('90 )
Athugasemdir