Ítalska félagið AC Milan er að fá nígeríska framherjann Victor Boniface að láni frá Bayer Leverkusen út leiktíðina.
Milan var í viðræðum við Manchester United um danska framherjann Rasmus Höjlund, en það hætti að eltast við hann þar sem Milan vildi ekki gefa tryggingu um varanleg skipti.
Félagið fór því í næsta skotmark sem er Boniface en viðræður eru á lokastigi og hefur leikmaðurinn samþykkt að ganga í raðir Milan.
Hann kemur á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra.
Boniface, sem er 24 ára gamall, hefur skorað 32 mörk í 61 leik með Leverkusen á tveimur árum sínum þar.
Athugasemdir