Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Besti leikmaður heims“ með á morgun
Phil Foden, leikmaður Man City.
Phil Foden, leikmaður Man City.
Mynd: EPA
Rodri og Phil Foden, leikmann Manchester City, verða með gegn Tottenham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

„Rodri og Phil voru ekki með í fyrsta leik því þeir höfðu ekki æft nægilega mikið, en þeir eru klárir fyrir morgundaginn," segir Pep Guardiola, stjóri City.

„Rodri er besti leikmaður heims. Hann þarf að finna stöðugleika aftur eftir meiðslin, það kemur með æfingum og leikjum. Eftir nokkrar vikur verður allt eins og það á að vera."

Mateo Kovacic, Josko Gvardiol og Savinho eru einu leikmenn City sem eru fjarverandi. Markvörðurinn Ederson er klár, hver verður í markinu á morgun?

„Við ákveðum það á morgun eða eftir mat í kvöld. James Trafford hefur komið inn með ferskleika en þetta var bara hans fyrsti leikur," segir Guardiola.

City hóf nýtt tímabil á flugeldasýningu, liðið vann 4-0 útisigur gegn Wolves.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Chelsea 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner