
Frederik Schram, einn besti markvörður Bestu deildarinnar, tók þátt í æfingu Vals á Laugardalsvelli í morgun en liðið er að búa sig undir bikarúrslitaleikinn gegn Vestra sem fram fer annað kvöld.
Hlaðvarpsstjórnandinn Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sagði á X að Frederik hafi ekki tekið þátt í æfingunni en þær sögusagnir reyndust ekki réttar.
433.is greinir frá því að formlegri æfingu Vals hafi verið lokið þegar myndbandið sem Kristján Óli birti var tekið og Frederik hafði tekið þátt í æfingunni.
Frederik Schram var ekki í leikmannahópi Vals í 4-1 tapinu gegn ÍBV um síðustu helgi. Samkvæmt 433 er hann hinsvegar klár í slaginn fastlega má gera ráð fyrir því að hann verji mark Vals gegn Vestra annað kvöld.
„Hann var stífur í bakinu daginn fyrir leik. Hann æfði og við áttum von á því að hann yrði klár í leikinn en á leikdegi var hann ekki 100% og við ákváðum að taka ekki neina sénsa. Ég býst ekki við öðru en að hann verði klár á föstudaginn. Hann er betri í dag, þetta er ekki neitt nýtt og hann hefur spilað nokkra leiki með verk í bakinu," sagði Túfa, þjálfari Vals, í viðtali við Fótbolta.net á mánudaginn. Stefán Þór Ágústsson varði mark Vals gegn ÍBV.
Hlaðvarpsstjórnandinn Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sagði á X að Frederik hafi ekki tekið þátt í æfingunni en þær sögusagnir reyndust ekki réttar.
433.is greinir frá því að formlegri æfingu Vals hafi verið lokið þegar myndbandið sem Kristján Óli birti var tekið og Frederik hafði tekið þátt í æfingunni.
Frederik Schram var ekki í leikmannahópi Vals í 4-1 tapinu gegn ÍBV um síðustu helgi. Samkvæmt 433 er hann hinsvegar klár í slaginn fastlega má gera ráð fyrir því að hann verji mark Vals gegn Vestra annað kvöld.
„Hann var stífur í bakinu daginn fyrir leik. Hann æfði og við áttum von á því að hann yrði klár í leikinn en á leikdegi var hann ekki 100% og við ákváðum að taka ekki neina sénsa. Ég býst ekki við öðru en að hann verði klár á föstudaginn. Hann er betri í dag, þetta er ekki neitt nýtt og hann hefur spilað nokkra leiki með verk í bakinu," sagði Túfa, þjálfari Vals, í viðtali við Fótbolta.net á mánudaginn. Stefán Þór Ágústsson varði mark Vals gegn ÍBV.
Enginn Fredrik á lokaæfingu Valsmanna fyrir bikarúrslitin. ????#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/BvBa9GCHOE
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2025
Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir