Breiðablik mætir Virtus frá San Marinó í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 18:00 í kvöld.
Blikar eru fyrsta karlaliðið í sögunni til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og getur nú orðið annað liðið í sögunni til að komast í deildarkeppnina á eftir Víkingum.
Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska knattspyrnu, og vonandi að Blikum takist að fara með hagstæð úrslit til San Marinó.
Leikur Blika og Virtus verður sýndur í beinni útsendingu á SýnSport Ísland.
Leikur dagsins:
18:00 Breiðablik-Virtus (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir