Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Elliott efstur á óskalista Leipzig
Mynd: EPA
Þýska félagið RB Leipzig er með enska miðjumanninn efstan á óskalista sínum skyldi Xavi Simons ganga í raðir Chelsea fyrir gluggalok.

Sky í Þýskalandi hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Leipzig sé þegar búið að ná samkomulagi við Elliott, sem er á mála hjá Englandsmeisturum Liverpool.

Samkvæmt sömu heimildum mun Simons spila opnunarleik Leipzig í þýsku deildinni um helgina, sem verður hans síðasti fyrir félagið áður en hann gengur í raðir Chelsea.

Liverpool er opið fyrir því að selja hinn 22 ára gamla Elliott sem hefur átt erfitt með að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði enska félagsins, en hann er líklega falur fyrir 40-50 milljónir punda.

Það má vænta frekari upplýsinga um þetta mál um helgina eða í byrjun næstu viku.
Athugasemdir
banner