Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingaliðið kastaði sigrinum frá sér í lokin - Júlli Magg hetja Elfsborg í bikarnum
Júlíus skoraði sigurmark Elfsborg í bikarnum
Júlíus skoraði sigurmark Elfsborg í bikarnum
Mynd: Elfsborg
Jóhannes Kristinn spilaði í svekkjandi jafntefli
Jóhannes Kristinn spilaði í svekkjandi jafntefli
Mynd: Kolding
Danska B-deildarliðið Kolding fór illa að ráði sínu er liðið gerði 2-2 jafntefli við Aarhus Fremad í deildinni í kvöld, en það kastaði frá sér tveggja marka forystu á lokamínútum leiksins.

Ari Leifsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason byrjuðu báðir á bekknum hjá Kolding.

Isak Tannander kom Kolding í 2-0 forystu. Fyrra markið gerði hann á 34. mínútu og seinna markið um það bil hálftíma síðar.

Jóhannes kom inn af bekknum á 69. mínútu og tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn í Aarhus tvö mörk á tæpum þremur mínútum.

Svekkjandi úrslit fyrir Kolding sem er í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex umferðir.

Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson voru báðir í byrjunarliði AB sem vann nauman 1-0 útisigur á Ishoj í dönsku C-deildinni.

Sigurmark AB kom undir lok leiks og er liðið nú í 5. sæti með 6 stig eftir þrjár umferðir. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.

Júlíus Magnússon skoraði sigurmark Elfsborg sem vann Haninge, 1-0, í 2. umferð sænska bikarsins. Júlíus skoraði eina markið á 44. mínútu.

Hann og Ari Sigurpálsson byrjuðu leikinn sem tryggði liðinu áfram í riðlakeppni bikarsins. Hún fer fram í byrjun næsta árs.

Kolbeinn Þórðarson var ekki með Gautaborg sem vann 4-0 sigur á Qviding.
Athugasemdir
banner