
Stjarnan og FH áttust við í nágrannaslag í Garðabæ í kvöld sem endaði með 2-2 jafntefli
Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
„Súrt, við erum náttúrulega tvisvar sinnum yfir í leiknum en hérna náum ekki að halda því út þannig, að sama skapi erum við að spila við frábært FH lið, þannig við verðum bara að taka þetta stig og halda áfram.“
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 2 FH
„Ég hefði verið virkilega eða mun meira sáttur við þrjú stig en það þýðir ekkert, fótbolti er bara svona, hann ræðst á því hvernig loka markatalan er og við tökum þetta stig bara og höldum áfram.“
„Við lögðum upp með það að setja pressu á ákveðnum svæðum og ákveðnum stöðum og mér fannst bara agi í því sem við vorum að gera. Vorum ekki að fá á okkur mörg færi og reyna að, jahh ekki hleypa FH í sínar uppáhalds stöður.“
Stjarnan fékk til sín nýjan markmann í glugganum, Bridgette Nicole Skiba, sem byrjaði leikinn í dag og leit mjög vel út
„Hún var flott í dag, bara held að hún hafi svo sem lítið getað gert í þessum mörkum, ver einu sinni vel og að öðru leyti bara er hún að koma vel inn í þetta. Talar vel og lætur í sér heyra og skipuleggur vörnina og hjálpar til.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan