Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Virtus: Fjórar breytingar
Höskuldur kemur inn í liðið.
Höskuldur kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti AC Virtus á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er um fyrri leik þessara liða að ræða. Sigurvegari einvígisins fer í sjálfa Sambandsdeildina.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn FH á sunnudag. Arnór Gauti Jónsson tekur út leikbann og þeir Ásgeir Helgi Orrason, Gabríel Snær Hallsson og Kristinn Steindórsson taka sér sæti á bekknum. Inn koma fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson, Valgeir Valgeirsson, Viktor Karl Einarsson og Kristinn Jónsson.

Ágústi Orra Þorsteinssyni er á vef UEFA stillt upp á miðsvæðinu ásamt þeim Höskuldi og Viktori Karli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Virtus

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Athugasemdir
banner
banner