Harry Maguire, miðvörður Manchester United, segir að það hafi verið áhugi á sér í sumar en félagið hafi hafnað öllum tilboðum.
Maguire hefur unnið sig upp í áliti hjá stuðningsmönnum United undanfarin misseri og er í plönum Rúben Amorim, stjóra liðsins.
Maguire hefur unnið sig upp í áliti hjá stuðningsmönnum United undanfarin misseri og er í plönum Rúben Amorim, stjóra liðsins.
„Ég var ekki að fara að yfirgefa félagið í sumar. Nokkur félög spurðust fyrir um mig en þau félög fengu snögg svör," segir Maguire.
Samningur Maguire rennur út næsta sumar og hann segir að viðræður muni eiga sér stað á næstunni um framhaldið.
„Ég er augljóslega með hugmynd um hvað ég vil gera og hvar ég vil vera," segir Maguire sem finnur að hlutirnir séu að breytast til hins betra hjá United.
Athugasemdir