Portúgalska stórveldið Porto er í viðræðum við Arsenal um pólska miðvörðinn Jakub Kiwior.
Porto er eitt af nokkrum félögum sem vilja kaupa Kiwior þar sem Crystal Palace er einnig í viðræðum um leikmanninn sem arftaka fyrir Marc Guéhi.
Sky Sports greinir frá áhuga Porto og segir að Kiwior myndi upprunalega fara til Portúgal á lánssamningi. Leikmaðurinn myndi koma til með að kosta tæplega 25 milljónir punda í heildina.
Kiwior er 25 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi hjá Arsenal.
20.08.2025 20:10
Kiwior hugsanlegur arftaki Guehi
Athugasemdir