Það fóru tveir leikir fram í 4. deildinni í gærkvöldi þar sem Árborg tók á móti KH í baráttunni um annað sætið.
Heimamenn þurftu á sigri að halda en lentu undir snemma leiks þegar Haukur Ásberg Hilmarsson tók forystuna fyrir KH.
Kristinn Ásgeir Þorbergsson svaraði með jöfnunarmarki úr vítaspyrnu skömmu síðar en meira var ekki skorað á Selfossi. Lokatölur 1-1.
KH er því áfram í öðru sæti með sex stiga forystu á Árborg í þriðja sætinu, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu. KH er þannig svo gott sem búið að tryggja sér 2. sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í 3. deildina á næsta ári.
Hafnir tóku á sama tíma á móti Vængjum Júpíters og lentu tveimur mörkum undir í seinni hálfleiknum eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhlé.
Bjarki Fannar Arnþórsson og Heiðmar Trausti Elvarsson skoruðu mörkin og fékk Sigurður Ingi Bergsson að líta rauða spjaldið í liði Hafna.
Kristófer Orri Magnússon minnkaði muninn í uppbótartíma svo lokatölur urðu 1-2.
Hafnir eru þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið en Vængirnir eru í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Árborg.
Árborg 1 - 1 KH
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('6 )
1-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('13 , Mark úr víti)
Hafnir 1 - 2 Vængir Júpiters
0-1 Bjarki Fannar Arnþórsson ('59 )
0-2 Heiðmar Trausti Elvarsson ('75 )
1-2 Kristófer Orri Magnússon ('93 )
Rautt spjald: Sigurður Ingi Bergsson , Hafnir ('71)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 16 | 11 | 5 | 0 | 68 - 21 | +47 | 38 |
2. KH | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 24 | +18 | 33 |
3. Árborg | 16 | 7 | 6 | 3 | 37 - 29 | +8 | 27 |
4. Vængir Júpiters | 16 | 6 | 7 | 3 | 31 - 29 | +2 | 25 |
5. Elliði | 15 | 6 | 5 | 4 | 30 - 27 | +3 | 23 |
6. Álftanes | 15 | 5 | 3 | 7 | 24 - 31 | -7 | 18 |
7. Hafnir | 16 | 5 | 1 | 10 | 31 - 44 | -13 | 16 |
8. Kría | 16 | 3 | 4 | 9 | 26 - 40 | -14 | 13 |
9. KFS | 15 | 4 | 1 | 10 | 24 - 56 | -32 | 13 |
10. Hamar | 15 | 2 | 3 | 10 | 24 - 36 | -12 | 9 |
Athugasemdir