Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Napoli vill Dovbyk og Höjlund
Dovbyk í leik með Roma.
Dovbyk í leik með Roma.
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Matteo Moretto hefur greint frá því að Napoli sé búið að setja sig í samband við Artem Dovbyk, sóknarmann Roma.

Napoli er að reyna að styrkja sóknarlínu sína eftir að Romelu Lukaku meiddist og verður frá í þrjá mánuði.

Efstur á blaði er Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, en fleiri nöfn eru á blaðinu. Þar á meðal Andrea Pinamonti hjá Sassuolo og Tolu Arokodare hjá Genk.

Moretto segir að Napoli hafi sent umboðsmönnum Dovbyk hugmynd að samningi en félagið hefur þó enn ekki hafið viðræður við Roma.

Höjlund er á sölulista hjá Manchester United en hann vill aðeins samþykkja lánssamning ef það er skylda um að hann verði keyptur eftir lánstímann.
Athugasemdir
banner
banner