Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal og Bayern skoða Fofana
Mynd: EPA
Arsenal og Bayern München hafa bæði áhuga á að fá belgíska vængmanninn Malick Fofana frá Lyon.

Þessi tvítugi vængmaður er gríðarlega spennandi kostur sem mörg félög eru með augun á.

L'Equipe segir að Arsenal og Bayern München leiði baráttuna um hann, en Lyon þarf að selja fyrir meira en 40 milljónir evra vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Paulo Fonseca, þjálfari Lyon, vill ólmur halda Fofana, en áttar sig á því að það er ekki möguleiki. Lyon vill einmitt fá 40 milljónir fyrir leikmanninn.

Fofana spilaði með Lyon í 1-0 sigri liðsins á Lens um helgina og átti stóran þátt í eina marki liðsins.

Liverpool hefur einnig sagt hafa áhuga á Fofana, en talið ólíklegt að félagið reyni við hann í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner