Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Rodrygo er mættur til Englands þar sem hann mun funda með fulltrúm frá Liverpool og Manchester City.
Rodrygo er ekki í myndinni hjá Real Madrid og ekkert komið vð sögu í síðustu leikjum.
Talið er að Real Madrid sé reiðubúið að selja hann fyrir 80-90 milljónir punda.
Blaðamaðurinn Jorge Nicola segir að umboðsmaður Rodrygo sé mættur til Englands til að ræða við bæði Liverpool og Manchester City. Rodrygo er sagður opinn fyrir því að fara til Englands.
Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, sagði eftir sigurinn á Osasuna um í gær að hann treysti á Rodrygo á tímabilinu þó hann hafi ekkert spilað í leiknum.
„Það er ekkert í gangi með Rodrygo. Ég treysti á hann og þetta var bara einn leikur. Þetta var mín ákvörðun,“ sagði Alonso eftir leikinn.
Liverpool hefur áhuga á Rodrygo en Alexander Isak, leikmaður Newcastle, er í forgangi. Ef það gengur ekki upp að fá Svíann mun Liverpool skoða Rodrygo. Man City mun þá ekki gera tilboð nema Savinho yfirgefi félagið í glugganum, en hann hefur verið orðaður við Tottenham.
Athugasemdir