Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor gæti yfirgefið Plymouth áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Bold í Danmörku segir frá því að Horsens sé að sýna honum áhuga.
Bold í Danmörku segir frá því að Horsens sé að sýna honum áhuga.
Horsens er sem stendur á toppi dönsku 1. deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki.
„Varnarmaðurinn er hins vegar með fleiri möguleika og því ekki víst að hann endi á Langmarksvej," segir í grein Bold um málið.
Guðlaugur Victor, sem er 34 ára gamall, þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa verið áður hjá AGF og Esbjerg.
Hann gekk í raðir Plymouth í fyrra og hefur byrjað flesta leiki í upphafi þessa tímabils. Hann var fyrir stuttu orðaður við sigursælasta félagið frá Íran.
Athugasemdir