Brasilíski miðjumaðurinn Andrey Santos kom upp í viðræðum Manchester United og Chelsea um kantmanninn Alejandro Garnacho.
Það er Ben Jacobs hjá GiveMeSport sem segir frá þessu en hann hefur verið öflugur í félagaskiptafréttum í sumar.
Það er Ben Jacobs hjá GiveMeSport sem segir frá þessu en hann hefur verið öflugur í félagaskiptafréttum í sumar.
Chelsea er að reyna að kaupa Garnacho en United hefur sett 50 milljón punda verðmiða á leikmanninn.
Jacobs segir að Santos hafi komið upp í viðræðum til að lækka verðmiðann en Chelsea vill ekki selja hann.
Santos er 21 árs gamall miðjumaður sem varði síðasta tímabili á láni hjá Strasbourg í Frakklandi. Þar heillaði hann mikið og er honum ætlað hlutverk í liði Chelsea á tímabilinu.
Athugasemdir