Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Flest, ef ekki öll félögin myndu vilja kaupa Morgan Rogers"
Morgan Rogers.
Morgan Rogers.
Mynd: EPA
Eftir að Eberechi Eze ákvað að velja Arsenal frekar, þá er Tottenham í leit að sóknarsinnuðum leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Spurs er Morgan Rogers, leikmaður Aston Villa.

Það er hins vegar mjög ólíklegt að hann verði leikmaður Tottenham áður en glugginn lokar.

„Flest, ef ekki öll félögin í ensku úrvalsdeildinni myndu vilja kaupa Morgan Rogers," sagði Michael Bridge, fréttamaður Sky Sports um málið.

„En ég held að ekkert félag geti keypt hann. Rogers er auðvitað leikmaður sem er í miklum metum hjá Tottenham en það er gríðarlega erfitt að kaupa hann."
Athugasemdir
banner