Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli við það að snúa aftur á völlinn
Mynd: Zulte Waregem
Atli Barkrson hefur undanfarna mánuði verið í endurhæfingu eftir aðgerð á öxl í vor. Atli viðbeinsbrotnaði í fyrra og í kjölfarið fór hann nokkuð oft úr axlarlið, í lok tímabils fór Atli svo í aðgerð.

Atli er leikmaður Zulte Waregem í Belgíu og hjálpaði hann liðinu að komast upp í efstu deild á síðasta tímabili.

Hann hefur ekki verið í leikmannahópi Waregem til þessa en gæti snúið um helgina. Hann spilaði með varaliði liðsins um síðustu helgi og ætti því að vera nokkuð stutt í innkomu.

Húsvíkingurinn er 24 ára vinstri bakvörður sem Waregem keypti frá SönderjyskE fyrir ári síðan.

Waregem er með fjögur stig í ellefta sæti eftir fyrstu fjórar umferðirnar í úrvalsdeildinni. Waregem á heimaleik gegn St. Truiden á laugardagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner