Brasilíski framherjinn Rodrigo Muniz verður að öllum líkindum áfram hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham á þessu tímabili en þetta kemur fram á Sky Sports.
Ítalska félagið Atalanta hefur sýnt Muniz mikinn áhuga í sumar og samkvæmt Sky hefur Fulham hafnað nokkrum tilboðum í leikmanninn.
Muniz er samningsbundinn Fulham út tímabilið en það er ákvæði í samningnum um að framlengja hann um eitt ár til viðbótar.
Samkvæmt Sky er Fulham að undirbúa viðræður um framlengingu á samningnum.
Muniz, sem er 24 ára gamall, kom til Fulham frá Flamengo fyrir fjórum árum. Hann skoraði átta mörk í deildinni á síðustu leiktíð og skoraði þá í fyrstu umferð deildarinnar um helgina.
Athugasemdir